Nánari lýsing

Fusion Fitness Academy

Okkar markmið er að mennta og stuðla að faglærðum hóptímakennurum og þjálfurum út í atvinnulífið

Farið er yfir marga nauðsynlega þætti sem snúa að styrktarþjálfun og hóptímaþjálfun:


  • Kennslufræði í líkamsrækt
  • Grunnspor í líkamsræktarkennslu
  • Líkamsbeiting við líkamsræktarkennslu
  • Líffæra- og lífeðlisfræði
  • Tónlistarvinna; tónlistin er helsta verkfæri kennarans í hóptímakennslu
  • Kennt verður hvernig talið er í tónlist við kennslu
  • Raddþjálfun og kennsla í framkomu (Performance)
  • Samskipti og samvinna við viðskiptavini 
  • Infrared kennsla í heitum sal 
  • Kennslumyndbönd fyrir þá hóptíma sem kenndir eru í lokuðum hóp á Facebook 

Bóklegir kennsluáfangar:

Líffæra- og lífeðlisfræði
Markaðsfræði
Næringarfræði
Leiðtoga- og hópþjálfun
Markmiðssetning; Unnið með sjálfstraust, sigurvissu og að setja sér raunsæ markmið og fylgja þeim eftir      
Kennslupýramídinn
Skilgreining á mismunandi hóptímum og þjálfun

Fusion Fitness Academy er fremst í flokki með nýjungar og menntun á sviði líkamsræktar og heilsu í hóptímum.

Fusion Fitness Academy er stolt að bjóða upp á ný kennaranámskeið – Fusion Workshop – nýjung fyrir nemendur.

Fusion Workshop eru kennaranámskeið  og veitir þjálfararéttindi í einstökum líkamsræktarkerfum. 

Fusion Fitness Academy býður upp á metnaðarfullt, heildstætt og krefjandi nám fyrir verðandi hóptímakennara, íþróttakennara og einkaþjálfara sem vilja bæta við þekkingu sína og auka atvinnutækifærin.

Framúrskarandi kennarar og gestafyrirlesarar leiða námið sem er unnið í samstarfi við Fitness Industry Education í Bretlandi. Námið er bæði bóklegt og verklegt.

Nánari upplýsingar veitir Unnur Pálmarsdóttir – unnur@fusion.is

Markmið Fusion Fitness Academy – Lögð verður áhersla á eftirfarandi þætti:

 

  • Kenna og fræða einstaklinga um líkamsrækt og hóptímakennslu.

 

  • Undirbúa nemendur undir hóptímakennslu í heilsu-og líkamsrækt.

 

  • Þjálfa og kenna nemendum skólans kennslufræði í hóptímakennslu og þjálfun.

 

  • Sjálfstyrkingarnámskeið sem nýtist við hóptímakennslu.

 

  • Efla kunnáttu og menntun á sviði líkamsræktar- og heilsu á Íslandi.

 

  • Kennslan er markviss, metnaðargjörn og framúrskarandi.

 

  • Markaðsfræði í heilsu – áfangi hvernig þú markaðssetur þig í lífi og starfi.

 

  • Einungis menntaðir kennarar á sviði líkamsræktar- íþótta- og heilsu starfa við skólann.

 

  • Námið er fyrir alla sem hafa áhuga við þjálfun og kennslu í heilsurækt.

Skólinn er frábært atvinnutækifæri fyrir alla á Íslandi sem og erlendis sem hafa áhuga á að starfa við líkamsrækt og heilsu.