Kick Fusion

 

Næsta námskeið er 5. – 6. október.

 

Kick Fusion lýsing:

Kick Fusion er alhliða líkamsþjálfun sem byggir á þol-,styrktar-og kraftþjálfun, Námskeiðið henta bæði byrjendum og fyrir þá sem eru í góðu formi. Kick Fusion er íslenskt líkamsræktarkerfi hannað af Unni Pálmarsdóttur og hefur kerfið verið vinsælt hér á Íslandi og í Bretlandi.

Kick Fusion er mjög góð þolþjálfun í takt við hvetjandi tónlist sem byggir á hreyfingum úr kickboxi og TABATA lotum sem tryggir góðan eftirbruna.

Tíminn flýgur á meðan þú upplifir toppbrennslu!

Við munum leggja áherslu á öryggi og góða tækni við allar æfingar sem gerðar eru. Í Kick Fusion þá styrkir þú einnig vel kvið og bak.

Í Kick Fusion þá er unnið með eigin líkamsþunga og því er líkamsræktarkerfið uppbyggt fyrir alla.

Kick Fusion eykur þol, styrk & ákveðni. Gerðar eru styrktar, kraft og þolæfingar í mislöngum lotum en í lotuþjálfun skiptast á lotur með hárri ákefð og lotur með lægri ákefð eða hvíld. Unnið er með jafnt með styrkar- og þolþjálfun.

Kick Fusion er:

 • Þrekæfingar
 • Mikil brennsla
 • Aukinn styrkur
 • Aukið þol
 • Mikið aðhald
 • Hópefli og gleði!

Innifalið á námskeiði:

 • 3 fastir hópatímar á viku.
 • Fjölbreyttir skemmtilegir tímar.
 • Árangursrík og vönduð þjálfun
 • Mikið aðhald og fræðsla um mataræði
 • Þolpróf í upphaf og lok námskeið
 • Vigtun reglulega
 • Ummálsmáling í byrjun og lok námskeiðs
 • Mikil skemmtun, góð fræðsla og aðhald
 • Vertu með í Kick Fusion – íslenskt líkamsræktarkerfi sniðið fyrir þig!

Unnur Pálmarsdóttir

×