Heilsuferðir

HEILSURÆKT HUGA, LÍKAMA OG SÁLAR

Með Unni Pálmars á Kanarí

Endurnærandi heilsu- og lífstílssferð og upplifun þar sem Unnur sem mun bjóða upp á skemmtilegar og fjölbreyttar æfingar sem endurhlaða líkama, vellíðan og sál.

Ferðirnar eru í nóvember 2020 og mars 2021 með Úrval Útsýn

Sjá hér nánari upplýsingar um Heilsuferðirnar með Unni Pálmars og Úrval Útsýn https://uu.is/ferd/heilsuraekt-unnur-palma/

Boðið verður upp á morgungöngur, Fusion Pilates, Yoga á ströndinni, dansfjör, styrkur og fleira verða á boðstólnum auk ýmissa fyrirlestra sem fjalla um bætt heilsufar líkama, sálar og huga.

UNNUR PÁLMARSDÓTTIR

Unnur Pálmarsdóttir er einn reyndasti hóptímakennari og þjálfari landsins. Hún hefur kennt hóptíma og þjálfað landsmenn í yfir 20 ár. Hún er með MBA gráðu frá H.Í., diplómanámi í mannauðsstjórnun og mun ljúka M.Sc. gráðu í mannauðsstjórnun 2020. Í ferðinni er lögð áhersla á að njóta lífsins, stunda heilsurækt undir berum himni, Pilates, Yoga, gönguferðir, dans, fyrirlestrar, skoðunarferðir um eyjuna fögur og sameiginlegt borðhald í lok ferðarinnar. Unnið er með hvernig hægt er byggja upp líkama og sál án streitu og andlegs álags. Það er engin skylda að mæta í skipulagða dagskrá, þar hefur hver sína hentisemi. Allir eru velkomnir í þessa ferð. Þú getur komið með hvort sem þú hefur prófað Pilates, Yoga, dans eða stundað heilsurækt og hreyfingu. Ferðin er einnig upplögð fyrir þá sem hafa lent í kulnun á vinnustað og eru að vinna sig frá streitu og hlaða batterín í lífinu. Allir eru velkomnir. Unnur hefur unnið á flestum sviðum líkamsræktar, mannauðs- og fræðslumála. Hennar markmið er að byggja upp einstaklinga, þjálfa upp huga og sál. Hamingjan kemur innan frá og við njótum lífsins þá verðum við sterkari, hamingjusamari og heilsuhraustari.

Einkunnarorð Unnar eru gleði, hamingja og við eigum aðeins einn líkama. Því er mikilvægt að huga vel að líkama og sál.

MARKMIÐ HEILSUEFLINGAR Í FERÐINNI ER:

Endurnærandi heilsu- og lífstílssferð og upplifun þar sem Unnur sem mun bjóða upp á skemmtilegar og fjölbreyttar æfingar og fyrirlestra sem endurhlaða líkama, vellíðan og sál. Boðið verður upp á morgungöngur, Fusion Pilates, Yoga, dansfjör, styrkur og fleira verða á boðstólnum auk ýmissa fyrirlestra sem fjalla um bætt heilsufar líkama, geðræktar, sálar og huga. Í ferðinni er lögð áhersla á að njóta líðandi stundar, minnka streitu, núllstilla hugann, slökkva á farsímum, fræðast um betri lífsgæði,  stunda heilsurækt undir berum himni.  Alls eru fjórir fyrirlestrar sem snúa að bættri heilsu og vellíðan til að auka fræðslu og skilning á efninu.

Ávinningur starfsmanna er endurmenntun á sviðið heilsuræktar, fræðslu og hvernig er hægt að minnka streitu í lífi og starfi. Unnið er með hvernig hægt er byggja upp líkama og sál án streitu og andlegs álags. Það er engin skylda að mæta í skipulagða dagskrá, þar hefur hver sína hentisemi. Ferðin er upplögð fyrir þá sem hafa lent í kulnun á vinnustað og eru að vinna sig frá streitu, núllstilla sig og eru að jafna sig eftir áföll eða veikindi í lífi og starfi. Unnur Pálmarsdóttir, MBA og M.Sc.  hefur unnið á flestum sviðum líkamsræktar, mannauðs- og fræðslumála síðustu árin. Hennar markmið er að byggja upp einstaklinga, þjálfa upp huga, líkama og sál. Hamingjan kemur innan frá og við njótum lífsins þá verðum við sterkari, hamingjusamari og heilsuhraustari.

HÓTELIÐ VITAL SUITES

Vital Suites er góð 4ra stjörnu gisting við hliðina á Maspalomas golfvellinum. Hótelið er tilvalið fyrir þá sem vilja spila golf. Hótelið er staðsett á friðsælum stað nálagt Maspalomas sandöldunum. Í nágrenni við hótelið eru ótal góðir veitingastaðir og barir og hin fræga Enska strönd er í 1 km fjarlægð frá hótelinu.

Á þessu hóteli eru einungis rúmgóðar svítur sem samanstanda af einu svefnherbergi með hjónarúmi, stofu með svenfsófa og baðherbergi með baðkari. Þær henta vel tveimur-þremur fullorðnum eða tveimur fullorðnum og einu barni. Svíturnar eru loftkældar og þar er að finna sjónvarp, síma, mini-bar, öryggishólf (gegn gjaldi). Öllum svítum fylgja svalir eða verönd.

Gróðursæll, fallegur garður með sundlaug, barnalaug og sólbaðsaðstöðu er við hótelið. Þar er einnig að finna Bali rúm til þess að slaka á í. Heilsulind hótelsins býður upp á nudd og margskonar snyrtimeðferðir ásamt líkamsræktaraðstöðu. Frítt internet er í gestamóttöku.

Á hótelinu er veitingastaðurinn El Capricco sem er hlaðborðsveitingastaður sem sérhæfir sig í Miðjarðarhafs matseld og fjölbreyttum alþjóðlegum mat. Hann er opinn á morgnana og á kvöldin. Á hótelinu er einnig sundlaugarbar. Þeir sem eru með hálft fæði velja af matseðli forrétt, aðalrétt og eftirrétt svokallaður “Set Menu”.

DAGSKRÁ

DAGUR 1, MÁNUDAGUR

FI1512 Keflavík – Las Palmas 11:00 – 17:10 Akstur til hótelsins Vital Suites Léttur fundur með fararstjóra þar sem farið yfir dagskrá vikunnar Gestir kanna svæðið Pilates og teygjur til að losa sig við flugþreytuna og endurnýja orkuna

DAGUR 2, ÞRIÐJUDAGUR

09.00-09:30: Fyrirlestur ,,Sjálfstraust og sigurvissa”   09:30-10.05: Fusion Pilates   17.15-18.15: Dansfjör

DAGUR 3, MIÐVIKUDAGUR

09.00-09:45: Morgunganga á Maspalomas ströndinni.    17.15-17.45: TABATA þjálfun og styrktarþjálfun   17.45-18.15: Teygjur, hugleiðsla, núvitund og slökun

DAGUR 4, FIMMTUDAGUR

09.00-09:30:  Fyrirlestur ,,Lífsgæði, næring og núvitund”   09:30 -10:15 Fusion Pilates   17.15-18.15: Dansfjör

DAGUR 5, FÖSTUDAGUR

Frjáls dagur – Skoðunarferðir   Gran Canaria Watersport

DAGUR 6, LAUGARDAGUR

09.00-09:30 Fyrirlestur ,,Streita og kulnun í starfi”   09:30 – 10:15 Fusion Pilates – styrkur og hugleiðsla   16:00 -18:00 Heilsulind SPA, gufubað, tyrkneskt bað og upphituðu sundlaug

DAGUR 7, SUNNUDAGUR

09.00 – 09:30 Fyrirlestur ,,Vellíðan og geðrækt”   09:30-10:15 Fusion Pilates   17.15 – 18.00 Dance Fitness – Fjör og skemmtun í lok ferðar   20.00 – 22.30  Lokahóf ferðarinnar.  Kvöldverður og gleði á Vital Suites

DAGUR 8, MÁNUDAGUR

15:30 Akstur til Las Palmas flugvallar   FI1513 Las Palmas – Keflavík. 18:10 – 22:30

FLUG UPPLÝSINGAR:

 FI1512 Keflavík - Las Palmas   

FI1513 Las Palmas – Keflavík

×