Infrared Fusion Pilates

Fusion Pilates – Level 1 Kennaranámskeið

Þriggja daga kennaranámskeið verður haldið  dagana 25. – 26. maí og laugardaginn 8. júní Reebok Fitness Lambhaga

Staðarnám og fjarnámskeið 

Kennari er Unnur Pálmarsdóttir 

Fusion Pilates er kennt í Infrared, heitum sal og einnig kennt í sal án hitunar. 

Nánari lýsing á innrauðum hita : Það sem innrauður hiti hefur fram yfir annað er að hita líkamann vel og með því móti eykst teygjanleiki bandvefjarins svokallaða sem leiðir til aukins hreyfanleika. Loftið er talið heilnæmara fyrir þá sem viðkvæmir eru og er talið að þessi hitun hafi styrkjandi áhrif á ónæmiskerfi. Innrauða ljósið hefur hreinsandi áhrif þar sem það ýtir undir efnaskipti og eykur framleiðslu á svita. Vegna hitans sem innrauða ljósið sendir inn í líkamann bætir það meltingu , örvar blóðrás og vinnur gegn hvers konar sýkingum.

Innrauði hitinn hefur til dæmis hjálpað gigtarsjúklingum, vefjagigtarsjúklingum og íþróttamönnum vegna meiðsla í liðamótum og vöðvum þar sem hitinn hjálpar til við að losa um spennu og örva heilbrigða frumumyndun. Tilvalið fyrir stressaða og þreytta líkama.

Unnur Pálmarsdóttir er höfundur að líkamsræktarkerfinu Fusion Pilates.

Fusion Pilates styrkir vel allan líkamann og er sérhannað til að þjálfa stoðkerfið.  Hér er blandað saman Fitness Yoga, Pilates æfingum, bandvefslosun, Trigger Point Pilates og unnið er með eigin líkamsþyngd og einnig með FitBall bolta. Við vinnum vel með djúpvöðva líkamans. Unnið er með að styrkja vel  kvið- og bakvöðva sem bætir líkamsstöðu og færir þátttakendum langa fallega vöðva. Jafnvægi og aukinn liðleiki er mikilvægt atriði í þjálfun í Fusion Pilates.  Unnið er með eigin líkamsþyngd, handlóð og teygjur með þyngdir sem henta hverjum og einum. Einnig eru stóru vöðvarnir þjálfaðir í kvið og baki, læri, rassvöðvum, styrkjum  mjaðmir, grindarbotn,  efri líkama og axlir og endurnærir líkama og sál losar um streitu í líkamanum og eykur orku. Tímarnir enda á góðri Yoga slökun og teygjum.

KENNARANÁMSKEIÐIÐ FER FRAM Í REEBOK FITNESS LAMBHAGA:  

Laugardagur   25. maí   kl. 11:30 – 17:00

Sunnudagur 26. maí kl. 11:00 – 17:00

Laugardagur 8. júní – Frammistöðumat  og útskrift kl. 12:00 – 16:00

 

VERÐ 169.900 ISK – Hægt er að skipta greiðslum í 3 hluta. Stéttarfélög niðurgreiða námskeiðsgjöld. 

Innifalið í verði:

Öll námsgögn á kennaranámskeiðinu

líffæra- og lífeðlisfræði, kennslufræði

uppsetning á Fusion Pilates hóptímum og kennslumyndbönd af Fusion Pilates hóptímum í lokuðum hópi

Fusion Pilates tónlistin er eftir tónlistarmanninn Friðrik Karlsson. 

Kennslan er bæði verkleg og bókleg yfir dagana ásamt námsefni eftir námskeiðið þar sem nemendur skila verkefni eftir kennaranámskeiðið. 

 

ALDURSTAKMARK
Aldurstakmark fyrir námskeiðið er 17 ára.

 

SKRÁNING
Nánari upplýsingar og skráning er hjá Unnur Pálmarsdóttir
unnur@fusion.is
www.fusion.is
s: 8448707

 

Ávinningur

  • Þjálfar stoðkerfið og eykur vellíðan
  • Styrkir djúpvöðva líkamans
  • Sterkari kvið- og bakvöðvar
  • Bætir líkamsstöðu og styrkir bandvefinn
  • Jafnvægi og aukinn liðleiki
  • Losar um streitu í líkamanum og eykur orkuflæði líkamans

Error: Contact form not found.