Námskeið

Sjálfstraust og sigurvissa

Flokkur: Efla einstaklinga og stjórnendur
Tími: 2klst
Markmið námskeiðsins: Efla sjálfstraust og sigurvissu einstaklinga og stjórnenda sem eru í framlínu fyrirtækja. Farið er yfir marga þætti sem snúa að hvernig við getum átt betri og áhrifaríkari samskipti, aukið sigurvissu okkar, fengið fleiri fylgjendur og náð árangri í lífi og starfi.

Hámarksárangur og markmiðasetning

Flokkur: Efla liðsheild og bæta samskipti
Tími: 2klst
Markmið námskeiðsins: Hvernig við setjum okkur raunsæ markmið og fylgjum þeim eftir? Hversu mikilvægt er að vera með skýr markmið fyrir starfsmenn og stjórnendur. Unnið er með hvernig við náum hámarksárangri með því að setja okkur og liðsheildinni skýr markmið og ná hámarksárangri fyrir mannauð fyrirtækja.

Leiðtogaþjálfun og hvatning

Flokkur: Efla liðsheild og bæta samskipti
Tími: 2klst
Markmið námskeiðsins: Efla leiðtogaþáttinn sem til er í okkur öllum. Hversu mikilvægt er að auka hvatningu innan fyrirtækja og stofnanna. Lykillinn að árangri hjá mannauði fyrirtækja er hvatning og að fá endurgjöf. Hvernig verðum við sterkari leiðtogar með aukinni hvatningu og hvernig getum við skapað fleiri leiðtoga með slíkri tækni? Hvernig sköpum við framtíðarsýn og náum árangri.

Liðsheild og hugmyndasköpun á vinnustað

Flokkur: Efla liðsheild og bæta samskipti
Tími: 2klst
Markmið námskeiðsins: Hvernig sköpum við betri liðsheild á vinnustað? Hvernig getum við aukið afköst starfsmanna, fengið betri og fleiri hugmyndir? Hvernig komum við hugmyndum í framkvæmd?
Farið er yfir þessi atriði sem snúa að eflingu liðsheildar, mannauðar og hugmyndasköpunar á vinnustað.
×