Um Fusion

UM FUSION

Unnur Pálmarsdóttir eigandi og stofnandi Fusion

Menntun:
MBA. Master í viðskiptafræði og stjórnun frá Háskóla Íslands 2012
M.Sc. Master í mannauðsstjórnun frá Háskóla Íslands 2020
Mannauðsstjórnun frá Endurmenntun Háskóla Íslands 2008
Stúdent af íþrótta-og félagsfræðibraut frá Fjölbrautarskólanum við Ármúla.
Löggiltur einkaþjálfari frá A.C.E. American Council on Exercise og F.I.A. Fitness Industry Alliance.
Hefur sótt og haldið fjölda námskeiða, vinnustofur, fyrirlestra og endurmenntun sem tengist heilsu- og líkamsrækt í yfir 32 ár um heim allan frá árinu 1992.

Starfsferill:

Frumkvöðull í menntun hóptímakennara og þjálfara á Íslandi

Úrval Útsýn  – deildarstjóri lífstílsferða, fræðslu, framleiðslu og sérhópa 

Stofnandi Unnur Pálmars Online Health Club

Fararstjóri Úrval Útsýn 

Mannauðs- og markaðsstjóri Reebok Fitness á Íslandi

Mannauðsráðgjafi 

Framkvæmdastjóri Fusion frá 2005

Höfundur að líkamsræktarkerfinu Fight FX, Kick Fusion og Infra Fusion Pilates heilsuræktarkerfinu.

Starfar sem ráðgjafi í mannauðsmálum, stefnumótun og breytingastjórnun hérlendis og erlendis. Verkefni snúa að stefnumótun, skipulagi, stjórnun og innleiðingu heilsustefnu innan fyrirtækja. Algeng verkefni eru greining á mannauðsmálum, stefnumótun, innleiðing stefnumótunar, framtíðarsýn fyrirtækis og eftirfylgni.

Pistla – og greinahöfundur á Morgunblaðinu, Smartland, Kvennablaðinu, Spyr.is og Vísir.is

Stöðvarstjóri World Class Seltjarnarnesi frá 2012 – 2014 www.worldclass.is

Unnur hefur kennt og haldið fyrirlestra og Workshop um heim allan í 20 ár og á að baki fjölda Íslandsmeistaratitla í þolfimi og dansi.

Stofnaði fyrirtækið Fusion árið 2005 sem hefur rekið þrjár viðskiptaeiningar:

– Fusion Fitness Academy – Hóptímakennaraskóli í World Class Iceland. Sérhæfir sig í menntun og endurmenntun fyrir hóptímakennara, íþróttakennara og þjálfara
– Fusion Fitness Festival – Heilsuhátíð í World Class Laugum
– Kick Fusion – Líkamsræktarkerfi kennt á Íslandi og Bretlandi

Starfaði sem deildarstjóri hóptíma hjá World Class Iceland, gæðastjóri hjá Curves International og Sporthúsinu.

Unnur starfar í World Class Iceland sem námskeiðs- og hóptímakennari, einkaþjálfari ásamt að sjá um ráðningar, endurmenntun kennara og þjálfara.

Árið 2010 hóf hún ráðgjafastörf hjá Latabæ og var framleiðandi sýningar Latabæjar í Kína, Shanghai á „World Expo 2010“ ásamt Magnúsi Scheving og starfsfólki frá Latabæ.

Hefur þjálfað fremsta íþróttafólk Íslands í þolfimi- og fitnesskeppendur á liðnum árum á Íslandi og á Spáni. Íþróttamenn sem Unnur hefur þjálfað er Magnús Scheving og Vilborg Arna Gissurardóttir Everest- og Pólfari.

Alþjóðleg starfsreynsla:

Unnur hefur kennt, haldið fyrirlestra, Workshop og haldið erindi á líkamsræktarráðstefnum í Bretlandi, Tyrklandi, Wales, Skotlandi, Írlandi, U.S.A., Mexíkó, Hollandi, Ísrael, Danmörku, Finnlandi, Færeyjum, Spáni, Ítalíu og Lanzarote á Kanaríeyjum. Unnur hefur kennt erlendis í 30 löndum.

 

Alþjóðleg verðlaun:
Kennari ársins af FitCamp 2003 (Presenter of Excellence) í Evrópu.
Kennari ársins á ráðstefnum (Presenter of the Convention 2004) í Bretlandi.

Viðburðastjórnun:
Skipuleggur ráðstefnur og viðburði – stærstu heilsuhátíð á Íslandi Fusion Fitness Festival sem haldin er í World Class Laugum og Reebok Fitness.
Leggur metnað sinn í að þjálfa upp kennara á sviðum líkamsræktar- og heilsu og koma hæfileikaríkum kennurum á framfæri erlendis.

Menntun fyrir hóptímakennara:
Stofnandi og eigandi Fusion Fiteness Academy sem er hóptímakennaranám á Íslandi.
Unnur skipuleggur og þróar kennsluefni og heldur reglulega endurmenntunarnámskeið fyrir hóptímakennara og leiðbeinendur í heilsurækt.
Höfundur að Kick Fusion og Fusion Pilates líkamsræktarkerfinu.
Hefur gefið út kennsluefni í Bretlandi á vegum Music Factory, Pure Energy. Kick Fusion og Dirty Dancing Aerobics – DVD kennsluefni fyrir almenning í Bretlandi.
Á vegum Fusion hafa yfir 60 erlendir líkamsræktarfrömuðir komið til Íslands og kennt á heilsuhátíðinni Fusion Fitness Festival frá árinu 2001.

Góðgerðarstarfssemi:
Fusion hefur safnað yfir 2,5  milljón króna sem hafa runnið óskipt til góðgerðarmála á Íslandi. Þau góðgerðarsamtök sem hafa notið stuðnings Fusion eru: KRAFT, Umhyggja, Blátt Áfram, Neistinn og Barnaheill.

Fusion heldur áfram að styrkja góðgerðarsamtök og leggja sitt af mörkum til samfélagsins.