Fusion Fitness Academy

Fusion Fitness Academy

Vorönn hefst laugardaginn 9. maí í fjarnámi.

Sumarskóli hefst 3. júní.

HÓPTÍMAKENNARASKÓLI FUSION FITNESS ACADEMY

BOÐIÐ ER UPP Á STAÐARNÁM EÐA FJARNÁM

HEFUR ÞÚ ÁHUGA Á AÐ STARFA VIÐ HÓPTÍMAKENNSLU OG HÓPÞJÁLFUN?

Þá er Fusion Fitness Academy spennandi kostur fyrir þig.

Í Fusion Fitness Academy starfa háskólamenntaðir kennarar og hóptímakennarar með mikla reynslu. Námskeiðið er kennt á íslensku og ensku. Aðeins 15 nemendur eru teknir inn á hverri önn.

HVAÐ FELST Í NÁMINU?

10 vikna nám sem kennt er á laugardögum og sunnudögum auk verknáms.
Sumarskólinn er kenndur í styttri lotum.
Meðal annars er farið í styrktarþjálfun, þjálfunarfræði, kennslufræði, íþróttasálfræði, líkamsbeitingu, markaðsfræði og uppsetning hóptímakennslu.

 

 

Þeir sem eru í námi hjá FFA fara í verknám undir handleiðslu og eftirliti kennara skólans.

Verknámið er mikilvægur þáttur í að undirbúa sig fyrir kennslu hóptíma. Einnig viljum við undirstrika það við nemendur að mikilvægt er að mæta sjálf/ur í tíma skoða hvernig og hvað aðrir kennarar eru að kenna og gera.

Gera þarf ráð fyrir tíma til að mæta í hóptíma utan skólatíma fyrir staðbundið nám.

Hér er því um að ræða frábært  atvinnutækifæri fyrir þá sem vilja verða hóptímakennarar.

Vetrarönn hefst í janúar, vorönn í apríl, sumarskólinn í júní og haustönn í september.

18 ára aldurstakmark er í námið og stendur það yfir í 10 vikur. Sumarskólinn er kenndur í styttri lotum.

Kennsla fer fram laugardaga og sunnudaga aðra hvora helgi kl. 10:00 – 15:00 auk þess sem nemendur taka verknám sem felst í því að kenna hóptíma. Sumarskólinn er kenndur á miðvikudögum og fimmtudögum í samstarfi við nemendur skólans.

Nánari upplýsingar gefur Unnur Pálmarsdóttir í síma 8448707 / unnur@fusion.is

Staðarnám kr. 270.000
Fjarnám kr. 210.000

Bóklegir kennsluáfangar:

Líffæra- og lífeðlisfræði
Markaðsfræði
Næringarfræði
Leiðtoga- og hópþjálfun

Sjálfstraust og sigurvissa fyrirlestur
Markmiðssetning; Unnið með sjálfstraust, sigurvissu og að setja sér raunsæ markmið og fylgja þeim eftir
Kennslupýramídinn
Skilgreining á mismunandi hóptímum og þjálfun

Kenndir eru eftirfarandi líkamræktaráfangar:

  • Styrktarþjálfun
  • Infrared Hóptímar
  • HIIT Þjálfun – High Intensity Interval Training
  • Spinning kennslufræði
  • Teygjur, öndun og slökun
  • Hot Body
  • Vaxtarmótun
  • Stöðvaþjálfun (Interval Training)
  • Functional Training
  • Farið er yfir marga nauðsynlega þætti sem snúa að styrktarþjálfun og hópþjálfun:
Kennslufræði í líkamsrækt
Grunnspor í líkamsræktarkennslu
Líkamsbeiting við líkamsræktarkennslu
Líffæra- og lífeðlisfræði
Tónlistarvinna; tónlistin er helsta verkfæri kennarans í hóptímakennslu
Kennt verður hvernig talið er í tónlist við kennslu
Raddþjálfun og kennsla í framkomu (Performance)
Samskipti og samvinna

Skráning er alltaf opin á unnur@fusion.is

×