Ummæli útskrifaðra nemenda

„Ég útskrifaðist úr Fusion Fitness Academy vorið 2009. Námið var mjög markvisst, fjölbreytt og skemmtilegt. Reynslan sem ég öðlaðist á námskeiðinu var góð tækni, meiri skipulagning og aukið sjálfstraust.

Með þessu hef ég meðal annars búið til námskeið og boðið upp á fjarþálfun“. Ég mæli eindregið með Fusion Fitness Academy ef þú vilt ná langt og árangri sem hóptímaþjálfari.“

Kristbjörg Jónasdóttir athafnakona, einkaþjálfari og hóptímakennari   Útskrifaðist 2009.

 

„Ég tók þá ákvörðun að fara í Fusion Fitness Academy haustið 2010. Ég var búin að vera í tímum hjá Unni í nokkra mánuði 
áður og vissi að þessi kona kunni klárlega sitt fag og ég gæti lært af henni. Ég hef alltaf haft mikinn áhuga á hreyfingu 
og almennri heilsu og fór ég í akademíuna með því hugarfari, læra og bæta eigin heilsu. Skólinn er byggður svo snilldar vel upp. 

Ásamt því að kenna okkur sjálf, fær Unnur frábæra gestakennara til að kynna fyrir okkur mismunandi greinar og þannig kynntist ég ketilbjöllum! 

Ég sem ætlaði ekkert endilega að verða kennari féll gjörsamlega fyrir bjöllunum og með stuðning, ráðgjöf og peppi frá Unni fór ég á réttindanámskeið í Ketilbjöllum! 
Hún hafði tröllatrú á mér og síðan eru liðin þrjú ár og ég rek núna Fusion Active á Selfossi, fullt útúr dyrum í hverjum mánuði. 

Námið er frábært, fróðlegt og umfram allt rosalega skemmtilegt! Ég hvet ALLA þá sem hafa áhuga á hreyfingu og heilsu að fara  

TAKK UNNUR!“

Guðlaug Margrét Dagbjartsdóttir hóptímakennari  Útskrifaðist 2010

„Ég fór á námskeið Fusion Fitness Academy síðastliðið haust. Þetta námskeið var með frábærum leiðbeinendum og fyrir mig var þetta  lítill draumur sem varð að veruleika.. Það  sem ég lærði af þessu námskeiði  er t.d. að geta staðið upp fyrir fram hóp og leiðbeint honum, hvernig er  best að setja æfingar saman og hvaða æfingar henta hverjum og einum.   Eftir þetta námskeið treysti ég mér til þess að kenna hóptíma því nú veit ég að ég geri æfingarnar rétt, get leiðbeint fólki og búið  til skemmtilega tíma þar sem allir taka vel á  því.“

Sigrún Anna Waage Knútsdóttir Hóptímakennari Útskrifaðist 2008. 

„Námið í Fusion Fitness Academy var markvisst og gott nám en einnig mjög fjölbreytt. Meginn kostir við námið var að það jók sjálfsöryggið og sjálfstraustið hjá manni sem er að sjálfsögðu frábært. Það sem var einnig gott við námið var að maður kynntist fólki sem stefnir á sviðaðar bautir og maður sjálfur og þar af leiðandi eru lýkur á samstarfi í framtíðinni.”

Guðmundur Óskar Helgason, FitPilates kennari Útskrifaðist 2008.

 “Ég hef lært mikið, bæði um líkamann og áhrif hreyfingar á hann, og um það hvernig á að setja upp þolfimitíma svo hann verði gagnlegur og skemmtilegur fyrir iðkendur.  Námskeiðið hefur líka gefið mér sjálfstraust til að kenna hóptíma, en ég hafði fyrirfram ekki mikla trú á að þetta væri eitthvað sem ég gæti gert.  Mæli hiklaust með þessu fyrir hvern sem er, jafnvel þótt ekki standi endilega til að fara út í kennslu.”

Fríða Ammendrup, CrossFit Þjálfari  Útskrifaðist 2008.

„Ákvörðun mín að fara í Fusion Fitness Academy hefur skilað mér í það starf sem mig langaði að vinna við. Með náminu og undirbúningi frá Unni var ég fær í flestan sjó. Námið er skemmtilegt og Unnur er frábær kennari og hafsjór af þekkingu og reynslu. Ég hef starfað hjá Sporthúsinu og Hreyfingu, en í dag er ég framkvæmdastjóri hjá Árbæjarþrek Líkamsrækt. Ég mæli 110% með náminu, svo var þetta líka 
svo gaman.“

Katrín Björk Eyvindsdóttir  Útskrifaðist 2010.

“Mig langar bara að segja stórt takk við þig, þú hefur hjálpað mér heilmikið í að byggja upp sjálfstraustið og mér finnst ég miklu betri kennari/þjálfari eftir að hafa sótt námskeiðið hjá Fusion Fitness Academy”

Tinna Kristinsdóttir, Íþróttakennari – Útskrifaðist 2008. 

 „Fusion Fitness Academy kennir manni hvað gerir þolfimikennara að góðum kennara. Þaðan gengur maður út öruggur í því sem maður gerir, með vit á því sem maður miðlar til viðskiptavinanna og nýtur þess að kenna. Ég bý afar vel að því sem ég lærði í Þolfimiakademíunni við kennslu nú í dag og get ekki hugsað mér að hafa sleppt því tækifæri, svo ekki sé minnst á það hvað við skemmtum okkur vel saman!

Svanhvít Yrsa Árnadóttir, Lögfræðingur – Útskrifaðist 2008. 

„Ég skellti mér í Fusion Þolfimiakademíuna þar sem mig langaði að læra þolfimikennarann . Frábær skóli og um leið krefjandi mæli með honum fyrir alla sem hafa gaman af þolfimi og langar að starfa við að kenna það. Ég kenni á Akranesi og er með full námskeið hjá mér og hefur sú reynsla og menntun sem ég fékk í Fusion skilað sér í starfi mínu . Unnur er frábær kennari og með gífurlega reynslu á sínu sviði og njóta hennar nemendur góðs af hennar þekkingu . Takk fyrir mig og þessa frábæru menntun“ .

Hildur María Sævarsdóttir, Hóptímakennari Útskrifaðist 2010.

„Ég lauk námi hjá Fusion Akademíunni veturinn 2011 og verð ég að segja að námið stóðst allar mínar væntingar og rúmlega það. Ég hlakkaði alltaf til að mæta! Námið er sjálft mjög ítarlegt og hentar það sérstaklega vel þeim sem vilja leggja það fyrir sig að kenna stórum hópum líkamsrækt. Stefna Akademíunnar og metnaður Unnar til að gera góða hóptímakennara skilaði sér svo sannarlega til mín. Full af sjálfstrausti og öryggi sótti ég um starf sem hóptímakennari og hef starfað við það síðan í janúar 2012.
Þetta var einstaklega skemmtilegur tími og ég fer klárlega í framhaldsnámið þegar það verður í boði.“

Kolbrún Jónasdóttir  Hóptímakennari  Útskrifaðist 2012.