Fusion Pilates Level 2

Fusion Pilates Level 2 er  framhaldsnámskeið af Fusion Pilates Level 1 og alla þá sem hafa áhuga á góðri styrktarþjálfun.

Fusion Pilates líkamsræktarkerfið styrkir vel allan líkamann og er sérhannað til að þjálfa stoðkerfið.  Í Fusion Pilates þjálfum við vel djúpvöðva líkamans. Unnið er með að styrkja vel kvið- og bakvöðva sem bætir líkamsstöðu og færir þátttakendum langa fallega vöðva. Jafnvægi og aukinn liðleiki er mikilvægt atriði í þjálfun í Fusion Pilates. Unnið er á FitBall bolta og notast er við handlóð með þyngdir sem henta hverjum og einum. Einnig eru stóru vöðvarnir þjálfaðir í kvið og baki, læri, rassvöðvum, styrkjum  mjaðmir, grindarbotn, efri líkama og axlir. Sambland af Yoga, Pilates og Tai Chi sem endurnærir líkama og sál losar um streitu í líkamanum og eykur orku. Tímarnir enda á góðri slökun og teygjum. 

Æfingar á FitBall boltanum veita þægilegt vöðva og líffæranudd og suðlar að betri líkamsbeitingu í daglegu lífi og öðrum íþróttagreinum. Við þjálfum vel innri jafnvægisstöðvarnar – vöðvarnir sem passa upp á hrygginn og eru grunnurinn fyrir allar hreyfingar. Nefnist ýmsum nöfnum „innra vöðvahúsið“, djúpvöðvar, kjarnavöðvarnir, Powerhouse eða Core á ensku.

Unnur Pálmarsdóttir er hönnuður af Fusion Pilates Level 1 og 2.

 

Ummæli viðskiptavina

Bergþóra Hrund Ólafsdóttir

“Frá því að ég datt inn á Fusion Pilates námskeið hjá Unni Pálmarsdóttur fyrir ári síðan hef ég tekið hvert námskeiðið á fætur öðru og í fyrsta sinn lengi fundist virkilega skemmtilegt að mæta í leikfimi. Tímarnir skiptast í Fusion Pilates æfingar tvisvar í viku og fjöruga stöðvaþjálfun einu sinni í viku sem er fín blanda af styrktaræfingum og brennslu. Unnur er einstaklega hvetjandi leiðbeinandi og nær að skapa góða stemmingu í hópnum. Ég get klárlega mælt með Fusion Pilates hjá Unni Pálmars fyrir þær sem vilja koma leikfimi inn í rútínuna hjá sér og hafa gaman í leiðinni.”

Guðlaug Edda Steingrímsdóttir

“Fusion Pilates námskeiðið er eitt besta námskeið sem ég hef sótt. Ég fékk brjósklos fyrir nokkrum árum og Fusion Pilates bjargaði mér algjörlega, æfingarnar styrkja allan líkaman og sérstklega miðjuna, það sem er frábært við þetta Fusion Pilates námskeið er að tímarnir eru 3x í viku og þá er einn tíminn stöðvaþjálfun þar sem Pilates æfingar eru í bland við aðrar æfingar. Ég elska að mæta í þessa tíma, frábær kennari og skemmtilegur félagsskapur.”

Guðrún Sverrisdóttir

“Ég fór á fyrsta Fusion Pilates námskeiðið mitt hjá Unni Pálmarsdóttur í janúar 2017 og hef ekki sleppt úr námskeiði hjá henni síðan. Ég elska að mæta í þessa tíma og ekki skemmir fyrir hvað Unnur er jákvæð og hvetjandi í tímunum. Mæli 100% með þessu námskeiði fyrir þær sem eru að leita sér að góðri hreyfingu sem hefur góð áhrif á stoðkerfið.”