Fusion Pilates Level 2 er framhaldsnámskeið af Fusion Pilates Level 1 og alla þá sem hafa áhuga á góðri styrktarþjálfun.
Fusion Pilates líkamsræktarkerfið styrkir vel allan líkamann og er sérhannað til að þjálfa stoðkerfið. Í Fusion Pilates þjálfum við vel djúpvöðva líkamans. Unnið er með að styrkja vel kvið- og bakvöðva sem bætir líkamsstöðu og færir þátttakendum langa fallega vöðva. Jafnvægi og aukinn liðleiki er mikilvægt atriði í þjálfun í Fusion Pilates. Unnið er á FitBall bolta og notast er við handlóð með þyngdir sem henta hverjum og einum. Einnig eru stóru vöðvarnir þjálfaðir í kvið og baki, læri, rassvöðvum, styrkjum mjaðmir, grindarbotn, efri líkama og axlir. Sambland af Yoga, Pilates og Tai Chi sem endurnærir líkama og sál losar um streitu í líkamanum og eykur orku. Tímarnir enda á góðri slökun og teygjum.
Æfingar á FitBall boltanum veita þægilegt vöðva og líffæranudd og suðlar að betri líkamsbeitingu í daglegu lífi og öðrum íþróttagreinum. Við þjálfum vel innri jafnvægisstöðvarnar – vöðvarnir sem passa upp á hrygginn og eru grunnurinn fyrir allar hreyfingar. Nefnist ýmsum nöfnum „innra vöðvahúsið“, djúpvöðvar, kjarnavöðvarnir, Powerhouse eða Core á ensku.
Unnur Pálmarsdóttir er hönnuður af Fusion Pilates Level 1 og 2.